Þegar Dagur litli var á leiðinni keypti ég fattara pakkningu af æðislegum retro strákaefnum. Um og leið og efnin mættu byrjaði ég að skera í teppi handa hinum ófædda en í fyrsta og (ennþá) eina skipti á ævinni ákvað ég að horfa á sjónvarpsþátt á meðan ég skæri…. vond hugmynd! Áður en þátturinn var á enda var ég búin að skera hverja einustu dulu í pakkningunni í tætlur og átti pjötlur í SEX teppi!! Ég ákvað að taka Pollýönnu á þetta og saumaði strax fjögur teppi, öll eins nema kanturinn. Ég á ennþá afganginn sem vonandi einhvern tíma verða tvö teppi í viðbót.
Ég bloggaði um teppið hans Dags fyrir tæpum tveimur árum en hin hafa verið lengur í vinnslu. Framhliðarnar kláruðust strax en svo er ég búin að grípa í þau til að stinga og sauma niður bindingar. Eitt teppi er þegar komið til eiganda síns, það var með ljósa flugvélaefninu í kantinum en hér eru hin loksins tilbúin ásamt teppinu hans Dags í miðjunni, þessu með doppukantinum (en ekki hvað?!)
Teppin tvö verða afmælisgjafir til tveggja strákalinga í lok júní 🙂
Ó, og hér er Dagur litli sofandi – og þarna sést í hjónarúmsteppið 🙂
Og teppakarfan í sjónvarpsherberginu, nokkrir gamlir vinir þarna 🙂
Okeibæ! 😉
Teppin eru svo falleg hjá þér og það eru svo mörg heppin born sem hafa og fá að njóta
þeirra 🙂
kv. mamma