Dagur litli stækkar og stækkar, verður brátt 2ja ára og því fylgja auðvitað ný föt. Hann byrjaði á leikskóla í haust og var farið að vanta nýja hlýja peysu. Og þegar slík tilfelli koma upp “neyðumst” við prjónakonurnar til að hefja prjónana úr slíðrum!
Ég er svo hrifin af Krummapeysumynstrinu hennar Dagbjartar í Litlu prjónabúðinni að sama hvað ég reyndi að finna nýtt mynstur í peysu handa honum endaði ég alltaf aftur á Krumma… það varð því úr að ég keypti garn í nýja Krummapeysu en ákvað að hafa hana í öðruvísi litum en þá fyrri. Gráa í grunninn og dökkbrúna krumma. Þetta garn (lamaullin) er alveg dásamlegt, mýkra en léttlopinn og kemur alveg í staðinn fyrir hann (ég eeelska samt lopann líka!). Frábært fyrir þau kríli sem tooooga í hálsmálið með vanþóknun og setja upp stingu-kláðasvipinn við lopapeysum svo hjarta prjónakonunnar er við það að bresta 🙂
Hér er litli sykursnúðurinn í peysunni sinni og með uppáhaldið sitt, hann Bangsa:
Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 2ja ára
Og hér er Dagur í peysunni sem ég prjónaði á hann í ársbyrjun 2014 🙂
Dásamlegur í krummapeysunni…..reynda alltaf dásamlegur þessi litli gaur