Föstudagskvöld, Langamýri og Kagaðarhóll

01

Enn og aftur kominn föstudagur! Mér finnast föstudagskvöldin vera besti tími vikunnar. Einfaldlega af því að þá er öll helgin framundan og allir byrjaðir að vinda ofan af álagi liðinnar viku. Ég ætla að elda lambalærilæri með “dó-og-fór-til-himna” hvítlaukskartöflumús í dag og hafa tilbúið á borðum kl. 18 ásamt nýbakaðri skúffuköku mmhhh… borið fram í stáss-stofunni að sjálfsögðu og börnin snýtt og greidd (eða þannig) 🙂

Stefnan er svo tekin með dætrunum inn í saumaherbergi. Þar ætlum við að hafa það kósí, sauma kúruteppi, bangsateppi og nálapúða, spjalla um heima og geima og reita af okkur brandara. Á meðan verður eldri sonurinn örugglega í tölvunni í sama herbergi og hlustar á marrið í saumavélunum, skvaldrið í okkur stelpunum og plaffar nokkra skriðdreka af sinni einskæru list

Svona var þetta einmitt síðasta föstudag, Andrea hélt áfram að sauma teppið sem hún var að sauma á Löngumýri og Arna var að sauma teppi handa Marel en sá herramaður er bangsinn hennar, fyrrum “láttu-þér-batna” bangsi ömmu hennar en núverandi “elska-þig-út-af-lífinu” bangsinn hennar Örnu. Greyjið orðinn 13 ára og farinn að eldast, gott að fá hlýtt teppi þar sem hvert saumspor er saumað af hreinni ást 🙂

02

03

Arna og bangsateppið

Nú eru tvær vikur síðan við Andrea lögðum af stað til Löngumýrar í Skagafirði. Quiltbúðin með saumahelgar 12. árið í röð!! Og alltaf jafn vinsælt enda standa þær stöllur Kristrún og Sísa vaktina fimm helgar í röð, slíkur er átroðningurinn. Allar kellur tjúllaðar í staðinn, félagsskapinn og gjörninginn. Andrea er komin með blóðbragðið í munninn, ég mun aldrei fá að fara aftur án hennar, sem betur fer því það var unaður að hafa hana með. Gistum saman tvær í herbergi, hlustuðum á dúndurtónlist alla leið fram og til baka, áttum nokkur handfylli af hlátursaugnablikum, saumuðum fullt fullt, borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega saman. Helga og Fríða sátu á næsta borði og fastagestir létu sig flestir ekki vanta svo ekki var félagsskapurinn af verri endanum. Andrea náði að klára miðju í lúruteppi, fyrstu blokkirnar sem hún gerir alveg ein, saumaði, straujaði og skar! Ekki nennti stelpuskottið að bíða eftir að mamman vaknaði á morgnanna, hún hentist framúr og var byrjuð að sauma þegar ég var búin að teygja úr mér og komin á fætur.

Hér eru nokkrar (ókei fullt!) myndir frá þessari dýrðarhelgi.

Kannast ekki einhverjar við svona bílskott?!! 🙂
DSC_4766

Við Villa vinkona kaupum okkur alltaf nýja Löngumýrarsokka í stíl en þar sem Villa komst ekki núna keyptum við Andrea okkur sokka
DSC_4776

Andrea sekkur sér í saumaskapinn
DSC_4784

Barnateppi að verða til
DSC_4789

Helga og Fríða prófuðu nýja útgáfu af Sew Together Bag, þessi kallast Bionic Gear Bag
DSC_4798

DSC_4804

DSC_4805

Fyrsta blokkin sem Andrea saumar alveg ein og sjálf
DSC_4807

Andrea skellti sér í hafmeyjugallan og tók nokkur sundtök í heita “pottinum” (sem er risastór og líkari sundlaug en potti)
DSC_4823

DSC_4824

DSC_4831

DSC_4838

Allar mættar í stáss-stofuna
DSC_4841

DSC_4843

Fríða að reyna að vera á undan að taka mynd af mér 🙂

DSC_4844

DSC_4845

DSC_4853

Tvinnakeflateppi Helgu
DSC_4857

Fínn kvöldverður á laugardagskvöldinu
DSC_4860

Aldrei er verk látið úr hendi falla á Löngumýri!
DSC_4872

DSC_4873

Félagarnir Gunnar (staðarhaldarinn á Löngumýri) og Jón Hallur mættir að skemmta
DSC_4875

Andrea hafði mikið gaman af þeim félögum enda byrjuðu þeir á að syngja lagið “Jesú er besti vinur barnanna” fyrir hana hahaha….
DSC_4882

DSC_4884

Andrea hjálpaði mér með “sjóið og tellið” en ætlar sko að sýna sinn eigin afrakstur næst!
DSC_4885

DSC_4897

Og svo fór Andrea í verslunarferð!!!
DSC_4898

DSC_4900

Þessar fengu að koma með okkur í sveitina
DSC_4905

Miðjan hennar Andreu tilbúin
DSC_4909

Langamýri alltaf jafn falleg
DSC_4912

DSC_4915

Á leiðinni heim komum við Andrea við hjá Sigríði á Kagaðarhóli en þar var ég í sveit þegar ég var  hnáta. Það voru dásamlegir endurfundir, stórkostleg kona hún Sigríður sem býr nú ein á bænum, 81 árs. Tók bílprófið 75 ára 🙂
DSC_4918

Andrea við Kagaðarhól
DSC_4921

Eigið skapandi og gefandi helgi framundan 🙂
Berglind

Comments

  1. Alveg dásamlegt að sjá myndir og lesa textann.
    Mikið rosalega hefur verið gaman hjá ykkur og gott að vera saman 🙂
    Ekki leiðinlegt að sjá Helgu og Fríðu á kantinum …….. að ég tali
    ekki um myndina af Lísu Sveins, sem fæðir ykkur allar 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.