Ég er alger efnafíkill!! There, I said it!!
Ég elska falleg efni, koma við þau, strauja þau… meira að segja finna af þeim lyktina!!
Ég nota mikið síður eins og Fat Quarter Shop og Hawthorne Threads því þær verslanir svala mínum efnaþorsta algerlega. Hér eru barnaefni sem ég keypti í sumar hjá Hawthorne Threads (fengust líka m.a. hjá Fat Quarter Shop). Línan heitir Littlest og er frá AGF (Art Gallery Fabrics) og er svo falleg og girnileg að ég gæti étið þau (er bómull ekki bara lífræn fæða?)! – AGF studíóið hannar dásamlegar efnalínur en það sem er alveg einkennandi fyrir efnin frá þeim er að þau eru svo undurmjúk og örlítið þynnri en venjulega. Að vísu verður aðeins erfiðara að vinna með þau, þau renna aðeins meira til þegar maður er að sauma þau en þó ekki svo mikið að það skipti einhverju máli.
Þetta eru “grænu efnin” í línunni en efnin fást líka í laxableikum tónum (hefði auðvitað átt að kaupa bæði, hehehe). Ég er að hugsa um að sauma úr þessum efnum lítið teppi handa dreng sem á að koma í heiminn öðru hvoru megin við áramótin. Það er pínu erfitt að ákveða mynstrið því sum efnanna eru frekar stórmynstruð, eins og kanínuefnið og alveg hræðileg tilhugsun að skera þau í sundur, jafnvel afhöfða einhverjar kanínur (hrollur)!!!
Ég er alveg sjúk í þetta kanínuefni og varð að taka nokkrar nærmyndir fyrir ykkur af sumum myndanna á því. Svo er ég alveg komin með æði fyrir efnum með skrift á, handskrift eða tölvuskrift og efnið með grænu stöfunum því alveg að dáleiða mig.
Hver veit nema eitthvað fæðist úr þessum efnum á Löngumýri, annars bara þegar ég kem heim, full af hugmyndum 🙂
HlAkka til að sjá afraksturinn – hvað skildi hafa verið búin til úr þessum fallegu efnum?
Berglind! This fabric looks so cute! Otherwise, I have no idea what you said LOL. I should try to learn your language, but it looks SO hard! These posts aren’t showing up over on Missbee???