Patchwork Please! Nálapúði

DSC_9385

Öðru hvoru koma út bækur sem verða svona uppáhalds. Bækur sem hægt er að fletta og skoða endalaust — eigulegar fyrir þær sakir að mann langar að sauma allt upp úr þeim (og eiga öll efnin í þeim!). — Patchwork Please! eftir Ayumi Takahashi (segið það hratt!!) er svo sannarlega ein þessara bóka. Hún kom út árið 2013 og þar sem ég fylgist alltaf með blogginu hennar Ayumi (Pink Penguin) var ég búin að forpanta hana, þurfti því að bíða nokkuð lengi eftir henni en það var svo biðarinnar virði.

DSC_9362

Ayumi er mikil pappírssaums-kona (foundation paper piecing) en ég hef ekki saumað mikið með þeirri tækni, í rauninni bara íspinnan sem er einmitt snið af bloggsíðunni hennar. Hér er svo næsta tilraun mín, nálapúði úr bókinni, algert krútt! Ég fann líka fínt kennslumyndband í svona pappírssaum á Youtube.

DSC_9387

Góða helgi

Berglind

 

Comments

  1. Margrét Óskarsdóttir says:

    Ekkert smáflott hjá þér herbergið

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.