Hjúkk! Helga gaf leyfi 🙂
Hér er uppskriftin að möndlukökunni, mæli með þessari á sunnudegi með góðu kaffi!
[Ég gerði tvöfalda uppskrift enda með stórt form]
Möndlukaka
2 Egg
1 ½ dl sykur
1 ¾ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 gr brætt smör
1 ½ tsk möndludropar
Egg og sykkur þeytt vel saman, hveiti og lyftidufti bætt útí, hrært smá. Smöri og dropum bætt varlega útí. Sett í vel smurt form. Bakið ca 30 mín við 175 gráður. Bökunartíminn er að sjálfsögðu mislangur eftir stærð á formi, gott að hafa bökunarprjóninn við hendina
Glassúr
Flórsykur
Heitt vatn
Matarlitur
Og svo segir Helga: Það er síðan voða næs að hafa líka möndlu bragð af glassúrinu en þá bara ca 1 dropa (nota dropateljara)
Verði ykkur að góðu,
Berglind og Helga 🙂
Glæsileg – ummmmm 🙂