Hér er peysan Kross úr Ístex Lopabók nr. 28
Uppskriftin gerir ráð fyrir fimm litum en mér fannst alveg nóg að nota þrjá. Þessi peysa er fljótprjónuð enda enginn tvíbandaprjón í mynstri. Það var dálítil áskorun að prjóna gatamynstrið á ermunum því lykkjurnar voru alltaf að detta af sokkaprjónunum. Ég brá því á það ráð að nota 40 cm hringprjón þegar prjóna átti gataumferðina og prjóna svo aftur yfir á sokkaprjónana.
Uppskrift: “Kross” — Lopi nr. 28 frá Ístex
Garn: Ístex Létt lopi
Prjónar nr. 6,5 (stroff 5,5)
Stærð: M
Falleg peysan hjá þér Berglind mín og rosalega fallegt módel líka 🙂