Síðasta vor skrifaði ég um konu sem kom til Íslands og vantaði aðstoð við að finna góðar handavinnuverslanir. Hún heitir Anna (hjá Thimbleanna) og sendi mér tölvupóst. Í stuttu máli þá bauðst ég til að skutla henni á milli nokkurra verslana og við spjölluðum og kynntumst aðeins í leiðinni.
Anna er með litla Etsy búð þar sem hún selur dulítið af efnum. Um daginn sá ég æðisleg doppótt hörefni hjá henni og ákvað að panta. Þegar pakkinn kom fannst mér hann nú heldur þykkur miðað við það magn sem ég hafði pantað. Skýringuna var að finna í því að hún hafði troðið út umslagið eins og hún gat af miklu fleiri efnum en ég pantaði, og allt (nema gleraugun) doppótt, heppin ÉG!! 🙂
Heppin þú !! 🙂 Þér leiðast nú ekki allar doppurnar 🙂
kv. ma