Langömmu Singer

[VIÐVÖRUN! ALLT OF SVAKALEGA MARGAR MYNDIR FRAMUNDAN!]

————-

Hjartað mitt stöðvaðist í nokkrar sekúndur fyrir jól!

DSC_6613

Ég fékk æðislegt símtal frá frænku minni, henni Heiðu. Heiða er að flytja með fjölskyldu sína til útlanda (nei, það var ekki þess vegna sem símtalið var svona æðislegt!) og hún og mamma hennar, Steinunn frænka, voru svo sætar að hugsa til mín þegar koma átti Singer saumavél langömmu okkar Steinunnar fyrir. Langamma, sem Steinunn frænka er nefnd eftir, hét Steinunn Þórðardóttir og var fædd 17. febrúar 1886 (d. 1974). Samkvæmt heimasíðu Singer var vélin framleidd árið 1937.

DSC_6673

DSC_6631

Ég man eftir þessari vél inn í svefnherbergi hjá Þórhildi (Tótu) ömmu minni og Baldri afa þegar þau bjuggu ofarlega á Laugaveginum. Ég man eftir að hafa setið á gólfinu fyrir framan vélina og ýtt fótstiginu fram og aftur. Ég man líka þegar læðan þeirra eignaðist kettlinga. Ég var svo heppin að vera í heimsókn þegar kettlingarnir fæddust en amma og afi höfðu útbúið kassa fyrir læðuna undir saumavélinni.

DSC_6609

DSC_6626

DSC_6628

Vélin er svo ótrúlega falleg og mig hefur lengi dreymt um að eignast eina svona… mig óraði ekki fyrir því að ég ætti eftir að fá að hafa saumavél langömmu minnar hjá mér en það gerir vélina einhvern vegin ennþá fallegri.

Ekki er verra að vélin kemur með borði. Í skúffunum er fullt af gömlu saumadóti og svo má þar líka finna box undir aukahluti og lítinn bækling… sko! ég fann m.a.s. leiðbeiningar um hvernig á að stinga bútasaumsteppi í vélinni 🙂

DSC_6705

DSC_6708

DSC_6712

DSC_6713

DSC_6715

DSC_6716

Nú þarf ég að taka vélina í gegn, þrífa hana og smyrja og svo er spurning hvort það eigi að láta gera borðið upp eða leyfa því bara að vera svona með sínum sjarma? Kannski gefur langamma mér hint, ég er a.m.k. viss um að hún fylgist með mér 🙂

DSC_6668

DSC_6692

Afsakið hvað ég er með margar myndir, mér finnst vélin bara svo óskaplega mikið listaverk að ég gat ekki hætt að mynda hana.

DSC_6684

DSC_6639

DSC_6641

DSC_6640

DSC_6611

DSC_6614

DSC_6617

DSC_6618

DSC_6670

DSC_6677

DSC_6682

DSC_6655

Og nokkrar myndir af veðrinu, því það eru svo sterk skilaboð frá því um að halda sig inni, dáðst að saumavélinni og leika við Dag Frey 🙂

DSC_6651

DSC_6654

DSC_6700

DSC_6703

 

 

Comments

  1. ´Þetta er svo falleg vél og mun hún sóma sér mjög vel hjá þér Berglind mín –

  2. Vá, en gaman! Singer! Mikið sómir hún sér vel hjá þér mín kæra. Svakalega flott.

  3. Friða Ág says:

    Til hamingju með vélina, ég keypti mér eina Singer á flóamarkaði fyrir nokkrum árum, að vísu handsnúna, og ekki í borði, en hún sómir sér vel,og virkar fínt, ég lét yfirfara hana strax, og ég geymi hana eins og gull.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.