Kjóllinn hennar Örnu er loksins tilbúinn.
Hann var frumsýndur á rauða dreglinum (í Reykjafold) um páskana og verður þessi líka fíni “sautjándajúníkjóll”!!
Arna er alsæl með hann og er farin að nota hann á leikskólanum (tekur því ekki að hafa svona kjóla of mikið spari, barnið vex jú, en brókin ekki :))
Eina sem ég gæti sett út á hann er að hálsmálið er helst til of lítið og þröngt, Arna þarf að trooooooðððða honum yfir höfuðið á sér… ég held að hún sé ekki með óvenju stórt höfuð! Ætli ég geri ekki bara smá klipp aftan á og setji litla tölu til að stækka málið?!
´æðislegur kjóll og Arna svo fín í honum