Í haust ákvað ég að taka þátt í leyni-jólasveinaleik hjá Chookyblue (við höfum verið blogvinkonur í mörg ár og ég hef aldrei komist að hennar rétta nafni!). Chooky hefur verið með þennan leik á síðunni sinni nokkur jól í röð og það eru hátt í 100 konur sem taka þátt (geri ráð fyrir að þetta séu bara konur, afsakið ef ég er “kynjuð” (fliss))
Í lok nóvember sendi ég gjöfina mína af stað til Cathy sem býr í Ástralíu (sjá mynd af gjöfinni neðst í þessari færslu)
Stuttu síðar kom sending til mín, einnig frá Ástralíu. Það var næstum mánuður til jóla svo ég faldi gjöfina vel… og svo fann ég hana ekki!! Frekar neyðarlegt en þar sem ég er ófrísk ætla ég að nota það sem afsökun 🙂 – Loksins fann ég þó pakkann og það sem innihaldið var skemmtilegt!
Ég verð alltaf jafn hissa á því hvað sauma-bloggarar leggja mikla vinnu og tíma í að gera gjafir handa ókunnugum.
Minn leyni-jólasveinn heitir Janice. Pakkinn hennar innihélt ekki eina eða tvær gjafir, heldur nokkrar!
Fyrst var það þessi jólalöber. Janice hefur örugglega kynnt sér síðuna mína vel því löberinn er svo mikið ÉG! Ég elska bjarta liti og hvítt einlitt efni í bakgrunn, sjáið bara hvað löberinn kemur vel út á stofuborðinu mínu!!
Númer tvö var þessi Zakka-taska (ég elska Zakka hluti). Fullkomin stærð fyrir snyrtidót, saumadót, prjóna- eða hekluverkefni eða bara hvað sem þarf að setja í tösku! 🙂
En Janice var ekki aldeilis hætt hér… ó, nei! Þriðja gjöfin var þetta fallega jólatrés-skraut, vá, þvílík smáatriði!! Pínulítil saumspor, svo sætt… Andrea og Arna voru alveg heillaðar!!
Og að lokum… hver elskar ekki súkkulaði?!! Sérstaklega yfir jólin þegar samviskan er í mánaðarfríi… og ég tala nú ekki um þegar maður er óléttur!!!
Sætt OG girnilegt!!
p.s. hér er jólalöberinn sem ég sendi til Cathy:
Vá, hvað hún hefur skoðað síðuna þína vel og séð hverju þú ert hrifnust af.
Þetta er bara dásamlegt og dúkurinn sem þú saumaðir er æðislegur, skil ekki hvernig þú tímir að gefa ….. en þú ert nú svo gjafmild 🙂
Ég veit hvað hún heitir 🙂 Ég tók þátt tvisvar, þetta er mjög gaman og flestir leggja vinnu í þetta en því miður ekki allir.