Gulrótarkaka

Á (næstum) hverjum morgni fæ ég mér tómata og/eða gulrótarsafa. Ég skelli 4 tómötum og hálfum pakka af gulrótum í safapressuna og stundum fær engifer eða appelsína að fljóta með. Ég er því duglegur styrktaraðili grænmetisbænda.

Í síðustu viku fórum við Arna í Bónus og ég keypti 4 pakka af gulrótum (2 kg). Ég var búin að gleyma að ég hafði pantað 1,8 kg af vinnufélaga til að styrkja son hans í íþróttum og annan 1,8 kg poka af Eddu vinkonu.

Ég sat því uppi með tæp 6 kg. af gulrótum í ísskápnum! Nú voru góð ráð dýr… börnin komu með nokkrar hugmyndir; gulrótarsúpa, gulrótarbrauð, gulrótarbollur, gulrótarkaka, gulrótarmarmelaði… og svo enn frumlegra; gulrótarvöfflur…

Sunnudagskakan þessa viku er því auðvitað gulrótarkaka. Ég læt uppskriftina fylgja með en ég fékk hana fyrir mörgum árum hjá Hildi vinkonu.

Þurrefnin út í

Gulrætur flæða um allt í Óttuhæð

 

Guði sé lof fyrir Mulinex!

Tilbúið í ofninn

 

Gulrótarkaka

 

Kaka

4 egg
3 dl sykur

3 dl hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur

1 dl matarolía
4-5 dl (3-4 stk.) rifnar gulrætur

Krem

 100 g rjómaostur
1 tsk vanillusykur
50 g smjör
125 g flórsykur

Aðferð

Eggjum og sykri hrært vel saman

Hveiti, natron, kanil, salti og vanillusykri bætt út í og hrært vel

Matarolíu og gulrótum bætt út í og hrært saman við

Sett í smurt form og bakað í 45-60 mín. við 200°c

Kakan kæld og kreminu smurt yfir

Ath. ef gera á muffins úr deiginu er það bakað í 20-25 mín

 

Comments

  1. Ummmmm þetta er örugglega mjög góð uppskrift og ég verð að prófa hana. Bestu kveðjur úr Borgarnesi
    Edda Soffía

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.