Bráðum fer ég í nafnaveislu, hér eru efni sem eru þessa helgina að breytast í lítið strákateppi. Litli guttinn fær teppið í nafna-gjöf.
Einu sinni (fyrir all-mörgum árum) hitti ég konu sem sagðist bara sauma úr einlitum efnum og ég man að ég hugsaði hvað það hlyti að vera leiðinlegt!! Hehe, svona breytist maður, nú er ég orðin sjúk í einlit efni, bæði eingöngu en líka með mynstruðum. Svo nú ætla ég að sauma úr einlitum efnum í fyrsta sinn. Verður spennandi að sjá útkomuna.
join the conversation