Ég var búin að lofa að sýna afrakstur síðustu daga í vikulok og hér er það fyrsta sem ég er búin að klára í vikunni (búin að bíða doldið spennt eftir að sýna þessar).
Þessar töskur geta verið saumatöskur, pennaveski, snyrtibuddur eða hvað sem er en nákvæmlega þessar hérna eru saumatöskur (m.a.s. lítill nálapúði í öðru ystu hólfanna).
Ég sá þessar töskur fyrst á einu af mínum uppáhaldsbloggum, Crazy Mom Quilts. Þetta var svona “VERÐ að gera svona” augnablik 🙂 — svo ég dreif mig yfir á síðuna þar sem hægt er að kaupa sniðið og vá hvað ég elska þessi pdf snið… þau eru komin í tölvupósthólfið innan nokkurra sekúndna og maður getur strax hafist handa.
Ég hélt samt aðeins í mér og tók efni í töskurnar með í saumabústaðinn með Gleðituskunum. Ég komst langt með þær í bústaðinum en síðan kom ég heim og trylltist í saumaherberginu. Þær hafa því legið út í stofuhorni greyjin og beðið eftir því að ég tæki þær aftur upp til að klára þær.
Ég er svo ánægð með þær að ég er búin að kaupa nokkra rennilása í viðbót og er byrjuð að skera í fleiri svona skjóður. Þessa rauðu ætla ég að eiga sjálf en Andrea fékk að velja og valdi þá bláu. Það er alveg ótrúlegt hvað kemst mikið dót í töskurnar — mín leysir nánast af hólmi stóra ál-saumaboxið mitt!!
Vonandi verður svo almennilegt ljósmyndaveður á morgun því þá ætla ég að taka myndir af næsta verkefni
Eigið góðan föstudag (og svo er aftur komið frí!)
Berglind
Sæl
Langar svo að forvitnast….ertu að selja
þessar töskur?