Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Afmælisteppið hennar Brynju

DSC_6688

Gleðituskurnar mínar eru sex hressar konur… og ég… sem sagt, sjö konur á alls konar aldri.

Við erum búnar að vera að “deita” í… tja…. hugs hugs…. mörg ár, nokkrar byrjuðu á undan hinum en við allar sjö höfum verið saman síðan 2004 og haft það mjög gaman og huggulegt. Við höfum átt saman fullt af sauma- (og síðustu ár prjóna- og heklu-) stundum, bústaðaferðum og öðru á þeirri línunni.

Allar eigum við það sameiginlegt að eiga einhvern tíma stórafmæli! — og þegar ein á stórafmæli í vændum gerum við hinar nokkuð ljótt — við leggjum hana í einelti, skiljum hana útundan og hittumst mörgum sinnum án hennar til að sauma saman afmælisteppi! Sem sagt rosa gaman 🙂

Ferlið er yfirleitt þannig að við ákveðum mynstur og liti. Síðan deilum við blokkunum á milli okkar, saumum hver okkar blokkir (yfirleitt fjórar til sex blokkir á konu) og síðan hittumst við og saumum blokkirnar saman saman (þið eruð að ná þessu “saman saman” er það ekki? :))

Jæja, tvær áttu stórafmæli á síðasta ári, Helga sem varð 70 ára í október og Brynja sem varð 60 ára í desember.

Hér eru myndir af teppinu sem við gáfum Brynju. Sniðið er Flower Girl frá Thimble Blossoms (Camille Roskelley úr Bonnie and Camille tvíeykinu sem gerðu m.a. Swoon teppið sem ég dái og dýrka… doldið flókið ég veit). Teppið er 200 x 240 cm og var stungið af Halldóru í Garnbúðinni Gauju

Alltaf gaman að koma vinkonum á óvart 🙂

DSC_6687

DSC_6565

DSC_6698

DSC_6578

DSC_6581

DSC_6579

Bústaðarferð 2013

 

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja… okkur fannst við rosalega fyndnar!!

Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.

Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂

Helga og ég

Helga og ég

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

DSC_0001

Budda í bígerð eftir Helgu

DSC_0018

Körfuteppið mitt hálfnað í stungu

DSC_0030

DSC_0039

Rusl og reitingur eftir Brynju

DSC_0042

Strákateppi eftir Villu, efni: Odyssea eftir Momo

DSC_0047

DSC_0049

DSC_0056

Brynja að undirbúa eina snilldina

DSC_0063

Krútttttttttulegt dúkkuteppi eftir Villu

DSC_0069

Dúkur sem Dóra Dís vippaði fram úr annarri erminni eins og henni er einni lagið, efni: frá French General

DSC_0085

Eitt í vinnslu hjá mér, efni: Millhouse Inn frá Fig Tree Quilts

DSC_0130

Og Edda prjónaði sem vindurinn, falleg jarðaberjahúfa

DSC_0132

DSC_0137

Afgangateppi eftir Villu, efni: hin og þessi úr Storkinum

Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)

DSC_0139

 

DSC_0145

DSC_0153

Húsateppið hennar Helgu – það var mikið haft fyrir því en falleg er útkoman! – Snið frá Thimbleberries

DSC_0157

Körfuteppið mitt stungið, bara eftir að sauma bindinguna niður 🙂

DSC_0155

DSC_0158

DSC_0174

Dásamlegur dúkur frá Dóru Dís

 

DSC_0165

Dúkur eftir Dóru Dís

Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012

DSC_0177

Dýrðin hennar Brynju, snið frá French General

DSC_0178

Sneddí barnateppi frá Villu, charmpakka-bútar skornir í tvennt og saumaðir aftur saman. Settir saman með hvítum lengjum á milli, einfalt en svakalega skemmtilegt 🙂