Bústaðarferð 2013

 

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja… okkur fannst við rosalega fyndnar!!

Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.

Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂

Helga og ég

Helga og ég

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

DSC_0001

Budda í bígerð eftir Helgu

DSC_0018

Körfuteppið mitt hálfnað í stungu

DSC_0030

DSC_0039

Rusl og reitingur eftir Brynju

DSC_0042

Strákateppi eftir Villu, efni: Odyssea eftir Momo

DSC_0047

DSC_0049

DSC_0056

Brynja að undirbúa eina snilldina

DSC_0063

Krútttttttttulegt dúkkuteppi eftir Villu

DSC_0069

Dúkur sem Dóra Dís vippaði fram úr annarri erminni eins og henni er einni lagið, efni: frá French General

DSC_0085

Eitt í vinnslu hjá mér, efni: Millhouse Inn frá Fig Tree Quilts

DSC_0130

Og Edda prjónaði sem vindurinn, falleg jarðaberjahúfa

DSC_0132

DSC_0137

Afgangateppi eftir Villu, efni: hin og þessi úr Storkinum

Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)

DSC_0139

 

DSC_0145

DSC_0153

Húsateppið hennar Helgu – það var mikið haft fyrir því en falleg er útkoman! – Snið frá Thimbleberries

DSC_0157

Körfuteppið mitt stungið, bara eftir að sauma bindinguna niður 🙂

DSC_0155

DSC_0158

DSC_0174

Dásamlegur dúkur frá Dóru Dís

 

DSC_0165

Dúkur eftir Dóru Dís

Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012

DSC_0177

Dýrðin hennar Brynju, snið frá French General

DSC_0178

Sneddí barnateppi frá Villu, charmpakka-bútar skornir í tvennt og saumaðir aftur saman. Settir saman með hvítum lengjum á milli, einfalt en svakalega skemmtilegt 🙂

 

 

 

Snáðateppi

Snáðateppi 01

Eins og það er nú yfirleitt kósí að horfa á góðan þátt eða mynd í sjónvarpinu á meðan maður er að skera efni í nýtt teppi þá er það ekki alltaf neitt svakalega góð hugmynd!!!

Þar sem fjórða barn er komið langt á leið… lítill snáði (ég geri allt í mynstri, sauma, prjóna, hekla, barneignir… stelpa, strákur, stelpa strákur!!) er ekki seinna vænna að fara að huga að litlu strákalegu bútasaumsteppi. Ég pantaði því um daginn æðislega efnalínu sem heitir Boy Toys, frá Robert Kaufman. Tólf feitir fjórðungar (Fat Quarters) af dásamlega strákalegum… en ekki væmnum… retroefnum.

DSC_0023

Ég gat ekki beðið með að fara að skera í teppi og þar sem maðurinn minn var ekki heima þetta kvöld settist ég ein við sjónvarpið og skar og skar…. og skar…. þar til ég rankaði við mér og var búin að skera ALLA tólf fjórðungana!!! Ég var komin með nóg í sex barnateppi og átti engan afgang af efnunum!!

Hmm… jæja, ég mun þá a.m.k. ekki “sitja uppi með” efnin og ætla bara að sauma fjögur teppi (nóg af litlum snáðum í kringum mig) og nota svo kannski restina í skiptitösku eða eitthvað svoleiðis 🙂

Ég er byrjuð að sauma, set inn fleiri myndir þegar ég er búin!

Leyni-jólasveinn

Í haust ákvað ég að taka þátt í leyni-jólasveinaleik hjá Chookyblue (við höfum verið blogvinkonur í mörg ár og ég hef aldrei komist að hennar rétta nafni!). Chooky hefur verið með þennan leik á síðunni sinni nokkur jól í röð og það eru hátt í 100 konur sem taka þátt (geri ráð fyrir að þetta séu bara konur, afsakið ef ég er “kynjuð” (fliss))

Í lok nóvember sendi ég gjöfina mína af stað til Cathy sem býr í Ástralíu (sjá mynd af gjöfinni neðst í þessari færslu)

Stuttu síðar kom sending til mín, einnig frá Ástralíu. Það var næstum mánuður til jóla svo ég faldi gjöfina vel… og svo fann ég hana ekki!! Frekar neyðarlegt en þar sem ég er ófrísk ætla ég að nota það sem afsökun 🙂 – Loksins fann ég þó pakkann og það sem innihaldið var skemmtilegt!

Ég verð alltaf jafn hissa á því hvað sauma-bloggarar leggja mikla vinnu og tíma í að gera gjafir handa ókunnugum.

Minn leyni-jólasveinn heitir Janice. Pakkinn hennar innihélt ekki eina eða tvær gjafir, heldur nokkrar!

Fyrst var það þessi jólalöber. Janice hefur örugglega kynnt sér síðuna mína vel því löberinn er svo mikið ÉG! Ég elska bjarta liti og hvítt einlitt efni í bakgrunn, sjáið bara hvað löberinn kemur vel út á stofuborðinu mínu!!

SSCS-01

Númer tvö var þessi Zakka-taska (ég elska Zakka hluti). Fullkomin stærð fyrir snyrtidót, saumadót, prjóna- eða hekluverkefni eða bara hvað sem þarf að setja í tösku! 🙂

SSCS-02

En Janice var ekki aldeilis hætt hér… ó, nei! Þriðja gjöfin var þetta fallega jólatrés-skraut, vá, þvílík smáatriði!! Pínulítil saumspor, svo sætt… Andrea og Arna voru alveg heillaðar!!

SSCS-03

Og að lokum… hver elskar ekki súkkulaði?!! Sérstaklega yfir jólin þegar samviskan er í mánaðarfríi… og ég tala nú ekki um þegar maður er óléttur!!!

SSCS-04

 

Sætt OG girnilegt!!

p.s. hér er jólalöberinn sem ég sendi til Cathy:

SSCS-05

Þríhyrninga-ferninga-dúkur

Í fyrra hélt ég lítið örnámskeið hjá Íslenska bútasaumsfélaginu í gerð auðveldra þríhyrninga-ferninga. Ræmur eru saumaðar saman, síðan pressaðar í sundur og svo er skorið. Þannig fást 100% réttir þríhyrningaferningar. Til að sýna þetta betur saumaði ég þennan dúk (snið frá Modabakeshop). Í honum eru 400 þríhyrninga-ferningar.

Í möööörg ár hefur mig langað til að ná fjaðra-stungu-tækninni. Um síðustu helgi ákvað ég að ég að nú skyldi það takast. Ég eyddi tveimur dögum í að teikna fjaðrir á blað og svo lét ég bara vaða. Ég er svakalega ánægð með árangurinn og mikið rosalega var þetta skemmtilegt!! Ætli ég verði ekki með fjaðrir í öðru hverju verkefni núna… svona eins og þegar ég náði tökunum á krákustígunum!! 🙂

Tvö stykki tilbúin til stungu

Eins og mér finnst nú gaman að bútasaum, þá finnst mér svoooo leiðinlegt að leggja teppin og þræða þau/líma áður en þau eru stungin. Það er því ágætt að taka nokkur í einu. Hér eru tvö stykki tilbúin, annað er dúkur en hitt er veggteppi eða einhvers konar “upp á punt” teppi.

Tilda í te

Ég gerði mér ferð inn í A4 um helgina í þeirri von að nýju Tilda efnin væru komin. Og jú, viti menn, þarna biðu þau eftir mér! Tilda bregst ekki frekar en fyrri daginn og ég gat ekki staðist að taka með mér nokkra tebolla og félaga með. Væri alveg til í að gera diskamottur úr þessum.

Nafnateppi, frh…

Fyrir nokkrum vikum síðan bloggaði ég um nafnateppi sem ég var að gera handa litlum frænda. Ég kláraði teppið á síðustu stundu og eins og alltaf var ég að sauma niður bindinguna í veislunni sjálfri!

Þannig að ég náði ekki að taka almennilegar myndir af teppinu áður en ég gaf það en í gær fékk ég það að láni fyrir myndatökur. Hér er teppið, einlit efni og fullt af örvun fyrir lítil augu!
Og nafnið er Sölvi Kári 😉

Körfuteppi

Byrjuð að skera niður í og sauma Löngumýrarverkefnið, elska að vakna snemma á laugardagsmorgni, allir sofa og ég þarf hvergi að vera og ekkert að gera (nema sauma)!! – eigið góða helgi framundan í fallega veðrinu 🙂

Tula Pink teppi

Loksins er Tulu Pink teppið tilbúið. Dásamlegt lúruteppi með flónelefni í bakinu. Efnalínan er frá Tulu Pink og heitir Neptune.

Tula er ein af mínum allra uppáhalds efnahönnuðum. Sniðið er afModa Bakeshop og er tilvalið fyrir lagköku-pakka (10″x10″ ferninga). 48 ferningar fóru í teppið.

Pínuponsu teppi og risateppi

Eins og venjulega er ég með allt allt allt allt allt (þið náið þessu er það ekki?!!) of margt á prjónunum, heklunálinni og í saumavélinni… sko allt of margt! En það er bara svo gaman að byrja á nýju 🙂

Það klárast þó alltaf eitt og eitt í einu og nú er ég alveg að verða búin að hekla lítið teppi úr ömmuferningum. Ég er búin með 35 af 42 ferningum. Ég fór með vinkonu minni á heklunámskeið hjá Storkinum fyrir rúmu ári síðan og það kom mér á óvart hvað þetta er einfalt og skemmtilegt. Og það er eitthvað við svona ömmudúlluteppi, kósí og krúttlegt, hið fullkomna sófaverkefni.

Annað verkefni sem ég var að klára er hjónarúmsteppi. Maðurinn minn lagði fram kvörtun í fyrra, eigandi svona saumakonu en hafa aldrei eignast teppi á hjónarúmið (okei, það var reyndar eitthvað til í þessu þarna). Svo ég dreif í teppi en hef saumað það í skorpum síðan í september í fyrra. Hér er teppið komið, dásamleg efni frá Joel Dewberry. Ég er að klára bakið og svo ætla ég með það í stungu (nenni ekki að stinga svona stórt teppi heima, ef það er þá hægt).