Strákateppi

03

Þegar Dagur litli var á leiðinni keypti ég fattara pakkningu af æðislegum retro strákaefnum. Um og leið og efnin mættu byrjaði ég að skera í teppi handa hinum ófædda en í fyrsta og (ennþá) eina skipti á ævinni ákvað ég að horfa á sjónvarpsþátt á meðan ég skæri…. vond hugmynd! Áður en þátturinn var á enda var ég búin að skera hverja einustu dulu í pakkningunni í tætlur og átti pjötlur í SEX teppi!! Ég ákvað að taka Pollýönnu á þetta og saumaði strax fjögur teppi, öll eins nema kanturinn. Ég á ennþá afganginn sem vonandi einhvern tíma verða tvö teppi í viðbót.

05

04

Ég bloggaði um teppið hans Dags fyrir tæpum tveimur árum en hin hafa verið lengur í vinnslu. Framhliðarnar kláruðust strax en svo er ég búin að grípa í þau til að stinga og sauma niður bindingar. Eitt teppi er þegar komið til eiganda síns, það var með ljósa flugvélaefninu í kantinum en hér eru hin loksins tilbúin ásamt teppinu hans Dags í miðjunni, þessu með doppukantinum (en ekki hvað?!)

Teppin tvö verða afmælisgjafir til tveggja strákalinga í lok júní 🙂

09

08

06

02

01

10

Ó, og hér er Dagur litli sofandi – og þarna sést í hjónarúmsteppið 🙂

11

Og teppakarfan í sjónvarpsherberginu, nokkrir gamlir vinir þarna 🙂

12

Okeibæ! 😉

Stormur og lítið teppi

DSC_5839

Desember er stór mánuður hjá fjölskyldunni. Tvö börn að fæðast í vikunni, stelpa og strákur og það þýðir auðvitað tvö ný teppi hjá mér 🙂

Hér er stelputeppið, úr Country Girl efnalínunni frá Riley Blake.

DSC_5820 DSC_5831 DSC_5841 DSC_5843 DSC_5832 DSC_5822

Strákateppið er í vinnslu, myndir af því síðar.

Og er þetta ekki fullkomið veður til að sitja inni og sauma? 🙂

DSC_5817

DSC_5854 DSC_5846 DSC_5862 DSC_5865

Föstudagskvöld, Langamýri og Kagaðarhóll

01

Enn og aftur kominn föstudagur! Mér finnast föstudagskvöldin vera besti tími vikunnar. Einfaldlega af því að þá er öll helgin framundan og allir byrjaðir að vinda ofan af álagi liðinnar viku. Ég ætla að elda lambalærilæri með “dó-og-fór-til-himna” hvítlaukskartöflumús í dag og hafa tilbúið á borðum kl. 18 ásamt nýbakaðri skúffuköku mmhhh… borið fram í stáss-stofunni að sjálfsögðu og börnin snýtt og greidd (eða þannig) 🙂

Stefnan er svo tekin með dætrunum inn í saumaherbergi. Þar ætlum við að hafa það kósí, sauma kúruteppi, bangsateppi og nálapúða, spjalla um heima og geima og reita af okkur brandara. Á meðan verður eldri sonurinn örugglega í tölvunni í sama herbergi og hlustar á marrið í saumavélunum, skvaldrið í okkur stelpunum og plaffar nokkra skriðdreka af sinni einskæru list

Svona var þetta einmitt síðasta föstudag, Andrea hélt áfram að sauma teppið sem hún var að sauma á Löngumýri og Arna var að sauma teppi handa Marel en sá herramaður er bangsinn hennar, fyrrum “láttu-þér-batna” bangsi ömmu hennar en núverandi “elska-þig-út-af-lífinu” bangsinn hennar Örnu. Greyjið orðinn 13 ára og farinn að eldast, gott að fá hlýtt teppi þar sem hvert saumspor er saumað af hreinni ást 🙂

02

03

Arna og bangsateppið

Nú eru tvær vikur síðan við Andrea lögðum af stað til Löngumýrar í Skagafirði. Quiltbúðin með saumahelgar 12. árið í röð!! Og alltaf jafn vinsælt enda standa þær stöllur Kristrún og Sísa vaktina fimm helgar í röð, slíkur er átroðningurinn. Allar kellur tjúllaðar í staðinn, félagsskapinn og gjörninginn. Andrea er komin með blóðbragðið í munninn, ég mun aldrei fá að fara aftur án hennar, sem betur fer því það var unaður að hafa hana með. Gistum saman tvær í herbergi, hlustuðum á dúndurtónlist alla leið fram og til baka, áttum nokkur handfylli af hlátursaugnablikum, saumuðum fullt fullt, borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega saman. Helga og Fríða sátu á næsta borði og fastagestir létu sig flestir ekki vanta svo ekki var félagsskapurinn af verri endanum. Andrea náði að klára miðju í lúruteppi, fyrstu blokkirnar sem hún gerir alveg ein, saumaði, straujaði og skar! Ekki nennti stelpuskottið að bíða eftir að mamman vaknaði á morgnanna, hún hentist framúr og var byrjuð að sauma þegar ég var búin að teygja úr mér og komin á fætur.

Hér eru nokkrar (ókei fullt!) myndir frá þessari dýrðarhelgi.

Kannast ekki einhverjar við svona bílskott?!! 🙂
DSC_4766

Við Villa vinkona kaupum okkur alltaf nýja Löngumýrarsokka í stíl en þar sem Villa komst ekki núna keyptum við Andrea okkur sokka
DSC_4776

Andrea sekkur sér í saumaskapinn
DSC_4784

Barnateppi að verða til
DSC_4789

Helga og Fríða prófuðu nýja útgáfu af Sew Together Bag, þessi kallast Bionic Gear Bag
DSC_4798

DSC_4804

DSC_4805

Fyrsta blokkin sem Andrea saumar alveg ein og sjálf
DSC_4807

Andrea skellti sér í hafmeyjugallan og tók nokkur sundtök í heita “pottinum” (sem er risastór og líkari sundlaug en potti)
DSC_4823

DSC_4824

DSC_4831

DSC_4838

Allar mættar í stáss-stofuna
DSC_4841

DSC_4843

Fríða að reyna að vera á undan að taka mynd af mér 🙂

DSC_4844

DSC_4845

DSC_4853

Tvinnakeflateppi Helgu
DSC_4857

Fínn kvöldverður á laugardagskvöldinu
DSC_4860

Aldrei er verk látið úr hendi falla á Löngumýri!
DSC_4872

DSC_4873

Félagarnir Gunnar (staðarhaldarinn á Löngumýri) og Jón Hallur mættir að skemmta
DSC_4875

Andrea hafði mikið gaman af þeim félögum enda byrjuðu þeir á að syngja lagið “Jesú er besti vinur barnanna” fyrir hana hahaha….
DSC_4882

DSC_4884

Andrea hjálpaði mér með “sjóið og tellið” en ætlar sko að sýna sinn eigin afrakstur næst!
DSC_4885

DSC_4897

Og svo fór Andrea í verslunarferð!!!
DSC_4898

DSC_4900

Þessar fengu að koma með okkur í sveitina
DSC_4905

Miðjan hennar Andreu tilbúin
DSC_4909

Langamýri alltaf jafn falleg
DSC_4912

DSC_4915

Á leiðinni heim komum við Andrea við hjá Sigríði á Kagaðarhóli en þar var ég í sveit þegar ég var  hnáta. Það voru dásamlegir endurfundir, stórkostleg kona hún Sigríður sem býr nú ein á bænum, 81 árs. Tók bílprófið 75 ára 🙂
DSC_4918

Andrea við Kagaðarhól
DSC_4921

Eigið skapandi og gefandi helgi framundan 🙂
Berglind

Littlest

DSC_4623

Ég er alger efnafíkill!! There, I said it!!

Ég elska falleg efni, koma við þau, strauja þau… meira að segja finna af þeim lyktina!!

Ég nota mikið síður eins og Fat Quarter Shop og Hawthorne Threads því þær verslanir svala mínum efnaþorsta algerlega. Hér eru barnaefni sem ég keypti í sumar hjá Hawthorne Threads (fengust líka m.a. hjá Fat Quarter Shop). Línan heitir Littlest og er frá AGF (Art Gallery Fabrics) og er svo falleg og girnileg að ég gæti étið þau (er bómull ekki bara lífræn fæða?)! – AGF studíóið hannar dásamlegar efnalínur en það sem er alveg einkennandi fyrir efnin frá þeim er að þau eru svo undurmjúk og örlítið þynnri en venjulega. Að vísu verður aðeins erfiðara að vinna með þau, þau renna aðeins meira til þegar maður er að sauma þau en þó ekki svo mikið að það skipti einhverju máli.

DSC_4634

DSC_4644

Þetta eru “grænu efnin” í línunni en efnin fást líka í laxableikum tónum (hefði auðvitað átt að kaupa bæði, hehehe). Ég er að hugsa um að sauma úr þessum efnum lítið teppi handa dreng sem á að koma í heiminn öðru hvoru megin við áramótin. Það er pínu erfitt að ákveða mynstrið því sum efnanna eru frekar stórmynstruð, eins og kanínuefnið og alveg hræðileg tilhugsun að skera þau í sundur, jafnvel afhöfða einhverjar kanínur (hrollur)!!!

DSC_4654

Ég er alveg sjúk í þetta kanínuefni og varð að taka nokkrar nærmyndir fyrir  ykkur af sumum myndanna á því. Svo er ég alveg komin með æði fyrir efnum með skrift á, handskrift eða tölvuskrift og efnið með grænu stöfunum því alveg að dáleiða mig.

DSC_4660

DSC_4665

DSC_4670

DSC_4679

DSC_4680

Hver veit nema eitthvað fæðist úr þessum efnum á Löngumýri, annars bara þegar ég kem heim, full af hugmyndum 🙂

Vöknuð!

DSC_4525

Geeiiiisp….. teygjjj…….

Já sæll!!!! 3 mánuðir!

Þetta var langt sumarfrí frá bloggi… frí sem teygði sig langt inn í haustið! Ég ætla ekki að þreyta neinn með upptalningu afsakana á því hvers vegna ég hef ekki bloggað í þrjá mánuði, það er bara svona „afþvíbara“… við horfum bara fram á við og höldum áfram þar sem frá var horfið

Sökum gríðarlegra veisluhalda í júlí og fram í ágúst tók ég langa (en alls ekki þarfa) pásu frá handavinnu en þess utan er ég búin að vera iðin; saumaði kjól á Örnu og peysu/blússu/topp (veit ekki alveg hvað á að kalla þetta stykki) á Andreu, hélt áfram með púða á hjónarúmið, gerði eina Swoon blokk í viðbót, kláraði röndótta lopapeysu á Andreu, prjónaði kertalogahúfu á Andreu, heklaði eina tusku (er það ekki í tísku núna?), kláraði eitt og hálft strákateppi (gamlar syndir) og er að prjóna lopapeysu á Davíð, aðra á Dag, sauma fleiri púða og…. (GLÍP!) ég er að fara á Löngumýri um helgina með Quiltbúðinni og fullt af hressum konum! – Af því tilefni er ég líka búin að skera í eitt barnateppi og skera í teppi fyrir Andreu mína en hún fær að koma með í ár í fyrsta sinn

Ég missti mig líka aðeins í efnakaupum í september, gat ómögulega haldið í mér lengur enda svo mikið af fallegum bleðlum í boði „þarna úti“ (veraldarvefnum).

Við sogumst nú lengra og lengra inn í haustið sem gleður mig mikið því ég elska haustið. Ég heyrði Sigríði Klingenberg segja í útvarpsviðtali um daginn að í árstíðarskiptum eins og sumar/haust yrði fólk yfirleitt svo þungt eitthvað…. ég veit bara ekkert hvað konan er að tala um, ég ELSKA sérstaklega þessi skipti. Á haustin fer ég í fimmta gír, vakna til lífsins og verð yfirleitt miklu orkumeiri (það að ég skuli vera að skrifa þessa bloggfærslu er einmitt lifandi sönnun þess). Það eru því bara spennandi tímar framundan.

Það er alltaf eitthvað að gerast í handavinnunni á Íslandi. Ný (ný gömul) búð í Hamraborg, Bútabær, var að opna eftir flutning frá Selfossi. Eruð þið búnar (æji, eru einhverjir strákar að lesa hérna?) að kíkja? Ég fór í fyrradag því ég var í klippingu í næsta húsi. Mér fannst þetta mest vera garn og svo eru einhver efni en flest þykist ég kannast við frá því verslunin var fyrir austan fjall… og ég held að þau séu flest frá síðustu öld (án gríns) eða aldamótum, hihihi… kannski mun það breytast! Alltaf gaman að fá nýjar handavinnubúðir á svæðið

Það er annars nóg að gera á heimilinu, við erum búin að umturna neðri hæðina og búin að rífa niður báðar svalirnar á efri hæðinni. Þegar farið var að mála eitt herbergið niðri og rífa (hroðalegar) flísar úr gluggunum kom í ljós svakalegur leki sem barst inn frá svölunum að ofan. Það var því ekkert annað í boði en að rífa svalirnar í burtu til að laga þetta… ég er að spá í að halda svalapartý fyrir nokkra vel valda aðila (hlæ hlæ)

Flestir fjölskyldumeðlimir eru að skipta um herbergi og unglingarnir eru að fá „ný“ uppfærð herbergi, svona „ekki-lengur-fimm-ára-herbergi“, þau þóttu ekki smart lengur. Þessu fylgir tilheyrandi vinna og rask en svona er lífið, þetta líður hjá á endanum… held ég… vonandi… hóst hóst……..

Ég læt hér fylgja nokkrar myndir nýjum efnum og púða í bígerð og set svo meira inn síðar, t.d. frá Löngumýri (GLÍP!)

Mig langar líka að deila með ykkur drepfyndinni (ég hló a.m.k. upphátt vel og lengi) bloggfærslu um iittala heilkennið sem ég las í gær, þið eruð kannski búnar að sjá þetta? Lesið þá bara aftur – þekkjum við ekki allar svona, eða ERUM við kannski bara allar svona? Ég ætla að fara fram og athuga hvað ég á marga límmiða!!!

Púði í vinnslu

efni (hjartað mitt tók aukaslag þegar ég sá þessi efni fyrst!): Up Parasol eftir Heather Bailey, 3″ ferningar (skornir 3,5″)

photo 1

photo 3

photo

Ný efni

Country Girls – frá Riley Blake – svoooo sææætttttt…..

DSC_4525

DSC_4528 DSC_4534

DSC_4530

DSC_4541

DSC_4540

DSC_4555

… já, og svona líta svalirnar hjá okkur út í augnablikinu… mæli ekki með kvöldstund á svölunum!! 🙂

10571958_10204557281710226_2938830366410484900_o

Góðar stundir
Berglind

Annar púði í viðbót

Mikið svakalega er búið að rigna hérna á höfuðborgarsvæðinu alla vikuna.

Ég á eftir að planta fræjum í plöntupoka úti á palli og svo bíða útipottarnir eftir sumarblómunum. Vandamálið er bara að ég nenni alls ekki að planta í rennblauta mold! En spáin virðist góð núna fyrir helgina og því ætla ég á eftir að skella mér í Bauhaus að kaupa sumarblómin. Eins gott að þau séu tilbúin þegar sólin fer loks að skína um helgina!! Hvar kaupið þið sumarblómin annars? Ég er búin að kíkja í bæði Blómaval og Garðheima en þar kostuðu t.d. Sólboðarnir um 1.200-1.300 krónur (og svo var að vísu 20% afsláttur kominn á blómin). Ég sá í vikunni auglýsingu frá Bauhaus þar sem Sólboðinn kostar 795! Ég keypti sumarblómin hjá þeim í hittiðfyrra og þau blómstruðu alveg svakalega vel (að vísu var það sumar algert metsumar hvað varðar sól og hita!).

Þessi mynd var tekin af blómunum 17. september 2012:

DSC_0964

 

Út úr saumaherberginu rann annars þessi púði í síðustu viku, einn í viðbót í hjónarúmið. Þetta er “tumbler” blokk. Það var gaman að sauma hana en enn skemmtilegra að gera stunguna. Verst að bakhliðin fór inn í púðann, hún kom svo skemmtilega út. Ég ætla að gera a.m.k. einn púða enn í rúmið, en er dálítið að vandræðast með hvernig hann eigi að vera… log cabin blokk, þríhyrningar, fjaðrir, sexhyrningar…. andinn hlýtur að koma yfir mig þegar ég fer að planta blómum 😉

Púði 10

Púði 8

Púði 5

Púði 1

Púði 13

Púði 12

Njótið helgarinnar,
Berglind

Pendant Quilt Púðar

DSC_0477

Ég fæ ekki nóg af þessum efnum!

Ég er búin að vera að leika mér með afgangana eftir rúmteppið. Mig hefur alltaf langað til að prófa að sauma Dresden plate blokkir. Ég keypti einhvern tíma sérstaka stiku fyrir þannig blokkir og hélt að þetta væri meira mál. Það kom mér því á óvart hvað það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að sauma eina svona blokk. Það er líka svo gaman að ég gerði nokkrar stærðir til að prófa.

Litli púðinn er einmitt prufublokk en hún varð svo falleg að ég skellti henni í púðaver og utan um púða sem ég var búin að eiga heillengi inn í skáp (ég fékk næstum lungnaþembu þegar ég dustaði púðann, það þyrlaðist svo mikið ryk upp úr honum hahaha). Ég nennti ekki að gera sérstakt púðaver sem hægt væri að taka af heldur saumaði ég verið bara beint utan um púðann. Ég verð þá að taka bindinguna af fyrst ef ég ætla að losa verið af til að þvo það 🙂

Ég lagði aðeins meiri vinnu í stærri púðann, stakk blokkina og saumaði hnappagöt aftan á svo ég gæti þvegið utan af púðanum.

DSC_0446

DSC_0439

DSC_0492

DSC_9337

DSC_9342

Hér er svo enn einn púðinn í vinnslu, ég á enn smá eftir af afgöngum og ætla að prófa að gera Log cabin blokk eða pappírssaumaðar fjaðrir sem ég sá á netinu um daginn, kemur í ljós.

DSC_1092

DSC_0950

Hafið það gott í sólinni!
Berglind

Jarðaberjateppi

DSC_0325

Arna litla jarðaber er búin að fá teppið sitt.

Sniðið heitir Strawberry Social (frá Pattern Basket) og fæst á Fat Quarter Shop. Það er saumað úr bútum sem koma héðan og þaðan, flestir frá Tilda línum og Walk in the Woods línunni frá Aneela Hoey.

DSC_0324

DSC_0320

Ég mæli algerlega með þessu sniði, það var svo gaman að sauma jarðaberin. Græni hlutinn kemur á óvart en þar er notuð aðferð sem ég hef ekki prófað áður, maður sker og saumar og sker og saumar og allt í einu birtast jarðaberjablöðin!

DSC_0322

Arna fékk að velja efnið í bakið sjálf en þar sem ég tímdi ekki að kaupa tvisvar sinnum breiddina bætti ég aðeins efnum við miðjuna… mér finnst það persónlega koma skemmtilegar út og gefa teppinu ákveðinn sjarma 🙂

DSC_0693

DSC_0703

DSC_0704

DSC_0709

P.s. Ég var að leita að myndum af Walk in the Woods línunni þegar ég rakst á þetta fallega handavinnublogg, ákvað að deila því með ykkur hér.

Rúmteppi

DSC_9608

LOKSINS er ég búin að setja bindinguna á rúmteppið okkar!!!

Saga þessa teppis er orðin vandræðanlega löng. Haustið 2011 byrjaði ég að sauma teppið. Ég saumaði það í skorpum þar til það var tilbúið haustið eftir, 2012. Þá tók Halldóra hjá Stjörnuspori teppið og stakk það fyrir mig. Ég ákvað að vera ægilega sniðug (sem ég reyndar var!) og klára að útbúa bindinguna fyrir teppið áður en ég fór með það í stunguna. Halldóra stakk teppið alveg ótrúlega fallega og var búin með það í október 2012. Síðan hafa teppið og stök bindingin legið til hliðar og ekkert gerst meir.

DSC_9616

 

DSC_9624

Þegar tiltektinni á saumaherberginu lauk um daginn ákvað ég að nú væri þetta komið gott enda hjónarúmið búið að bíða lengi eftir teppi. Það tók nokkur kvöld að sauma bindinguna á enda var hún rúmir 10 metrar! — Nýju Clover klemmurnar komu þó að góðum notum og ég get mælt 110% með þeim. Þær eru alger snilld! Anna gaf mér þær þegar hún kom í heimsókn vorið 2013 en ég er búin að frétta af þessum klemmum til sölu hjá Storkinum á Laugavegi, sel það ekki dýrara en ég keypti það 🙂

DSC_8880

DSC_8892

DSC_8886

DSC_8891

Efnin í teppinu eru frá Joel Dewberry, blanda úr nokkrum línum frá honum. Ég keypti efnin fyrir löngu hjá Fat Quarter Shop en ef þið hafið áhuga á líkum efnum þá sendir þessi hönnuður reglulega frá sér línur sem allar eru hver annarri fallegri. Sniðið er líka frá honum. Það heitir Pendant Quilt og var frítt á bloggsíðunni hans. Þegar ég kíkti inn áðan var eins og hlekkurinn virkaði ekki en ég fann aðra síðu hér sem býður manni að hlaða því frítt niður.

DSC_9628

Teppið kemur vel út á rúminu og ég er byrjuð að sauma utan um nokkra púða úr afgangsbútunum, set inn myndir af þeim síðar

Berglind

Patchwork Please! Nálapúði

DSC_9385

Öðru hvoru koma út bækur sem verða svona uppáhalds. Bækur sem hægt er að fletta og skoða endalaust — eigulegar fyrir þær sakir að mann langar að sauma allt upp úr þeim (og eiga öll efnin í þeim!). — Patchwork Please! eftir Ayumi Takahashi (segið það hratt!!) er svo sannarlega ein þessara bóka. Hún kom út árið 2013 og þar sem ég fylgist alltaf með blogginu hennar Ayumi (Pink Penguin) var ég búin að forpanta hana, þurfti því að bíða nokkuð lengi eftir henni en það var svo biðarinnar virði.

DSC_9362

Ayumi er mikil pappírssaums-kona (foundation paper piecing) en ég hef ekki saumað mikið með þeirri tækni, í rauninni bara íspinnan sem er einmitt snið af bloggsíðunni hennar. Hér er svo næsta tilraun mín, nálapúði úr bókinni, algert krútt! Ég fann líka fínt kennslumyndband í svona pappírssaum á Youtube.

DSC_9387

Góða helgi

Berglind