Mánaðamyndir

12 mánuðir

Í tilefni þess að Dagur litli varð 14 mánaða 2. júní langar mig að setja hér inn samsetta mynd af öllum mánaðamyndunum sem ég tók af honum 2. hvers mánaðar í hverjum mánuði fyrstu 12 mánuði ævi hans.

Það er alveg magnað hvað við stækkum mikið og þroskumst þetta fyrsta ár lífs okkar og ekki skrítið að við þurfum að sofa meirihluta dagsins.

Þessi elska gengur nú um allt á sínum völtu litlu fótum, þangað sem hin eðlislæga forvitni hans og dugnaður ber hann. Lítið ljós sem alltaf er brosandi og svo ríkur af stórum systkinum sem endalaust geta haldið á honum og leikið við hann. Sannur gleðigjafi hér á ferð 🙂

DSC_0565

 

Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Dönsk prjónapeysa og buxur

DSC_4004

Fyrir nokkru bloggaði ég um prjónavesti sem ég gerði á Dag upp úr dönsku bókinni Babystrik på pinde 3. Nú er ég loksins búin með afapeysuna.

Ég get ekki sagt að mér hafi þótt neitt svakalega skemmtilegt að prjóna hana enda er hún öll prjónuð 2sl, 2br þannig að prjónið víxlast. Þannig verður perluprjón á milli sl/br lykkjanna. Þetta verður samt ótrúlega fallegt prjón og svakalega teygjanlegt. Og sæt er peysan og ótrúlega falleg við buxurnar úr sömu bók.

Buxurnar voru mjög svo fljótprjónaðar. Það varð nokkur afgangur af báðum litum og var sú sem afgreiddi mig í Litlu prjónabúðinni svo snjöll að benda mér á að prjóna aðrar buxur úr afgöngunum, hafa þær t.d. röndóttar, brúnar og grábláar eða t.d. bláar með brúnu stroffi.

Hér eru myndir af flíkunum en eigandinn var sofandi þegar myndatakan fór fram. Hann ætlar því að máta síðar og þá smelli ég eins og einni mynd af til viðbótar.

Þegar ég gerði prjónavestið var ég svo vitl… að prjóna það í stærð 0-3 mánaða. Ég er enn að troða honum í það blessuðum drengnum en ákvað að prjóna buxurnar og peysuna í stærðinni 12 mánaða. Ég er búin að kaupa garn í nýtt vesti og ætla að hugsa aðeins lengra fram í tímann þegar ég prjóna það…. aftur 🙂

Peysan

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Morfartröje, bls. 14
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_4006

DSC_4007

Buxurnar

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Bukser, bls. 12
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm

DSC_4016

 

DSC_4025

Ó, og eitt enn… ef þetta eru ekki skilaboð frá Móður náttúru um að halda sig bara inni í dag og prjóna og sauma þá veit ég ekki hvað!! 🙂

DSC_4028

DSC_4030

 

Dagur Freyr

DSC_3988

Loksins!! Nafn á drenginn er fundið…

… við kynnum með stolti…. Dag Frey Eiríksson

Hann er nýorðinn 5 mánaða (doldið margar myndir, ég veit… en þegar maður er svona sætur og glaður…)

DSC_3958

DSC_3982

DSC_3968

DSC_3956-2

DSC_3965

DSC_3992

Dagur Freyr

Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

Ágústdagar

DSC_3410

Skrítið hvað sumri fer að halla hratt strax eftir Verslunarmannahelgina. Krakkarnir eru farnir að bíða eftir að komast í skólann og manni finnst einhvern veginn orðið kaldara og dimmara á kvöldin (kertin farin að loga).

Síðustu viku höfum við nýtt í alls kyns afþreyingu og haustverk

Grímur frændi kom í gistingu og við bökuðum kleinuhringi – ekki laust við að nýtt æði sé í uppsiglingu í Óttuhæð!

DSC_3428

DSC_3422

Andrea sótti fyrsta hluta uppskerunnar sinnar í skólagarðinn

DSC_3549

DSC_3565

DSC_3573

DSC_3588

Auðvitað var ferskt salat, nýuppteknar kartöflur, ferskur lax og rúgbrauð í matinn (ekki laust við að kötturinn á bolnum hennar Andreu sé farinn að slefa!!)

DSC_3608

Arna frestaði leikskólabyrjun um einn dag enn og skellti sér með Pétri afa í vinnuna

IMG_3987

IMG_3999

IMG_4000

IMG_4004

Snáðinn átti sigur vikunnar en hann velti sér yfir á magann alveg sjálfur í vikunni

DSC_3529

Eftir dágóða stund gaf maginn þó eftir og skilaði hluta síðustu máltíðar upp aftur… það var mjög vandræðalegt!

DSC_3534

Gott samt hvað mamma hans er fyndin 🙂

Mosaic

Snáðateppi fullgert

DSC_3064-2

Ég hef saumað teppi handa öllum börnunum mínum nýfæddum. Að vísu fékk Andrea sitt nokkurra mánaða gömul því þegar hún fæddist hafði ég ekki saumað bútasaum í mörg ár. Ég tók aftur (og all-rækilega) til við þá uppáhalds iðju mína rétt eftir að hún fæddist.

Litli snáðinn minn fæddist 2. apríl og ég náði að sauma teppi handa honum áður en hann mætti. Ég átti hins vegar alltaf eftir að blogga um það.

DSC_3067

Ég sá snið síðu Thimble Blossoms en eins og oftast fann ég bara út úr því hvernig ætti að sníða það. Ég fann efnin hjá Fat Quarter Shop (versla nánast öll mín efni þar) og pantaði feita pakkningu (Fat Quarter bundle) sem innihélt 12 fattara.

Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! 🙂 – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns.

Snið: eiginlega ég sjálf en hér er hægt að finna svipað snið
Efni: Boy Toys frá Robert Kaufman fabrics
Stunga: ég sjálf

DSC_3080

DSC_3075

Snáðateppi 01

DSC_0023

 

Niðurtalningar-kartafla

DSC_1397

Fjúff! Það er sko nóg að gera á stóru heimili þessa dagana… próflestur hjá börnunum, sveitaferð á leikskólanum, hjólaferðir í skólanum, fullt af bekkjarafmælum, kveðja kennara, tannlæknaheimsóknir (Andrea með tannrótarbólgu eftir að framtönn brotnaði), vökunætur með litla guttanum… já og ég er ein með þetta allt saman! Eiginmaðurinn farinn í 10 daga til Luxemborgar að keppa í strandblaki á smáþjóðaleikunum

Það er því, eins og gefur að skilja, ekki mikill tími afgangs til að blogga, hvað þá að sinna einhverju til að blogga um!

En eitt sniðugt kom út úr Luxemborgarferðinni, Andrea og Arna gerðu niðurtalningarkartöflu – já, niðurtalningarkartöflu. Þetta gerði mamma handa mér og bróður mínum þegar við vorum lítil og vorum að bíða eftir einhverju spennandi, pabba að koma heim af sjónum með vini sínum, jólunum, afmæli, ferðalagi… börn hafa ekki tímaskin til að skilja “10 daga” en svona sjónrænt svínvirkar!! S.s. pabbi kemur heim eftir 10 daga og svo er að taka einn fána úr á hverjum degi.

Fánarnir eru gerðir úr tannstönglum og svokölluðum washi-tapes, sem eru dásamleg mynstruð límbönd gerð úr hrísgrjónapappír, fást t.d. í A4, Smáratorgi