Dýrakjóll

Hér er einn sem við Arna höldum MIKIÐ upp á!

Ég saumaði þennan kjól síðastliðið haust. Ég skrapp í Föndru til að kíkja á nýjustu efnin og rakst þá á þetta efni… gjörsamlega GORDJÖSS!!! Ég ákvað að sauma kjól á Örnu og hafa hann reglulega þægilegan, og það tókst, hún ELSKAR þennan kjól, bæði út af öllum fáránlega fyndnu og skemmtilegu hekluðu dýrunum og vegna þess hve þægilegur hann er!

DSC_6792

DSC_6761

DSC_6764

Það er oft búið að stoppa okkur Örnu á förnum vegi og spyrja hvar við hefðum keypt þennan æðislega kjól (mont-og-roðn) 🙂

Mæli með ferð í Föndru Dalvegi – það eru komin fleiri svona laserprentuð efni!

Andrea og Arna:

DSC_6777

DSC_6803

DSC_6778

Ný krummapeysa

DSC_6212

Dagur litli stækkar og stækkar, verður brátt 2ja ára og því fylgja auðvitað ný föt. Hann byrjaði á leikskóla í haust og var farið að vanta nýja hlýja peysu. Og þegar slík tilfelli koma upp “neyðumst” við prjónakonurnar til að hefja prjónana úr slíðrum!

Ég er svo hrifin af Krummapeysumynstrinu hennar Dagbjartar í Litlu prjónabúðinni að sama hvað ég reyndi að finna nýtt mynstur í peysu handa honum endaði ég alltaf aftur á Krumma… það varð því úr að ég keypti garn í nýja Krummapeysu en ákvað að hafa hana í öðruvísi litum en þá fyrri. Gráa í grunninn og dökkbrúna krumma. Þetta garn (lamaullin) er alveg dásamlegt, mýkra en léttlopinn og kemur alveg í staðinn fyrir hann (ég eeelska samt lopann líka!). Frábært fyrir þau kríli sem tooooga í hálsmálið með vanþóknun og setja upp stingu-kláðasvipinn við lopapeysum svo hjarta prjónakonunnar er við það að bresta 🙂

Hér er litli sykursnúðurinn í peysunni sinni og með uppáhaldið sitt, hann Bangsa:

DSC_6206

DSC_6203

DSC_6215

Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 2ja ára

Og hér er Dagur í peysunni sem ég prjónaði á hann í ársbyrjun 2014 🙂

DSC_7573

Krummapeysa

DSC_7573

Það er þó nokkuð síðan ég bloggaði síðast — var upp í bústað — en ég hef ekki setið auðum höndum.

Þessa peysu kláraði ég þó nokkru áður en ég fór í bústaðinn en beið með að ganga frá endunum þar til ég kom þangað. Síðan skolaði ég úr henni eftir að ég kom heim og nú er þetta mest notaða útipeysan hans Dags.

DSC_7564

Ég hef fetað í fótspor margra prjónakvenna (og manna örugglega líka) sem hafa prófað að skipta út létt lopanum fyrir lamaullina frá Strikkebogen sem fæst í Litlu prjónabúðinni. Þessi ull er undursamlega mjúk og stingur ekki eins mikið og lopinn (finnst mér a.m.k.). Annars finnst mér lopinn alltaf æðislegur en bara allt öðruvísi og gaman að breyta aðeins til. Það er líka þessi fallega matta, úfna áferð á lamaullinni eins og létt lopanum og ullin fæst í mörgum litum hjá Litlu prjónabúðinni.

Annars fórum við Arna um daginn í Virku og hún fékk að velja sér flónelefni í bakið á jarðaberjateppinu sínu. Best að drífa sig að stinga það! Svo er ég núna að prjóna röndótta peysu á Andreu úr tvöföldum plötulopa, set inn myndir þegar hún verður búin. Ég er líka að klára að sauma allar joggingbuxurnar á Örnu og Dag. Arna er byrjuð að nota fyrstu buxurnar og er hæstánægð með þær. Oh, ef ég gæti nú bara prjónað með tánum og saumað í höndum á sama tíma!!

DSC_7560

Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 1 árs

DSC_7558

DSC_7550

Á prjónunum og nálinni

DSC_7345

Krummapeysa eftir Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni. Ég er búin að heyra svo margar dásemdarsögur um lamaullina sem hægt er að nota í stað léttlopans [þó mér finnist léttlopinn frábær] — ég prjónaði þessa peysu á Dag litla sem verður 11 mánaða eftir 2 vikur. Þessi ull er svakalega mjúk og áferðin ekki ósvipuð og í léttlopanum, þ.e. mött og loðin 🙂 — ég á bara eftir að ganga frá endum og þvo peysuna.

DSC_7357

Svo er ég að vinna að þessu jarðaberjateppi handa Örnu (5) [nei, ég saumaði það ekki á Singer vélina, bara þykjast fyrir myndatökuna :)]. Dóra Dís vinkona er búin að nota þessar jarðaberjablokkir í drasl og döðlur og ég bara varð að prófa enda á ég svo mikið af fallegum bleikum og rauðum efnum. Það er svakalega gaman að sauma þessar blokkir [sniðug aðferð við þetta græna] en þær koma úr teppinu Strawberry Social frá Pattern Basket. Það kom enginn eigandi til greina nema Arna því frá því hún gat talað hefur hún verið með jarðaber á heilanum. Þegar hún fer í bað útbýr hún þessa líka fínu jarðaberjasúpu [úr vatni og sápu!] sem allir fjölskyldumeðlimir verða að “gæða” sér á og í eftirrétt fáum við jarðaberjate. Hún er líka alltaf að biðja okkur um að hafa alvöru jarðaberjasúpu í matinn, hahaha, ég hafði ekki einu sinni haft hugmyndaflug í að til væri jarðaberjaSÚPA en á endanum gúgglaði ég það og það eru fullt af jarðaberjasúpu-uppskriftum til þarna úti, flestar bornar fram kaldar — finnst það ekkert voðalega girnilegt en maður veit aldrei… 🙂

DSC_7360

DSC_6528

Helgin

DSC_6832

Þar kom að því að fjölskyldan yrði á barðinu á einu stykki flensu! Eiki (eiginmaðurinn) kom fyrstur heim með hálsbólgu og hita og síðan tók Dagur litli við. Ég þurfti auðvitað að kyssa og knúsa litla snáðann svo mikið (lét Eika alveg vera) að það var ekki komist hjá því að flensan næði mér líka. Það eina sem ég hef getað gert er að hjúkra öðrum og liggja svo sjálf upp í sófa.

Á meðan ég hjúkraði hinum bakaði ég þessa dásamlega góðu möndluköku. Helga vinkona gaf mér svona köku þegar ég heimsótti hana síðast og ég bað hana um uppskriftina. Ég ætla að heyra í Helgu á morgun og athuga hvort ég megi ekki birta uppskriftina hér — nú er líka komin pressa á hana, kannski er þetta gömul fjölskyldu-uppskrift sem Helgu ber að taka með sér í gröfina?!!! :0

DSC_6807

DSC_6811

Ég náði líka að komast á útsöluna í Föndru, Dalvegi og kaupa efni í fjórar buxur á Örnu (5). Hún er alveg orðin buxnalaus og vill helst bara ganga í leggings eða joggingbuxum. Sniðið er búið að liggja á stofuborðinu í næstum viku en ég vona að ég nái að sníða í buxurnar og sauma þær í vikunni.

DSC_6735

Að lokum náði ég að klára þessa peysu á sjálfa mig. Hún heitir Kross og ég er úr Ístex blaði nr. 28. Léttlopapeysa og afar einföld – tek mynd af henni tilbúinni á morgun og sýni ykkur.

DSC_6725

Vetrarríkið fyrir helgi var dásamlegt, snjónum kyngdi skyndilega niður og ég náði þessum dásamlegu myndum, kvöldmyndirnar eru teknar rétt eftir miðnætti og það hefði mátt heyra saumnál detta, yndislegt!

Eigið góða viku framundan og ekki gleyma að gerast áskrifandi að blogginu hér til hliðar 😉
Berglind

DSC_6971

DSC_6974

DSC_6969

DSC_6978

DSC_6961

DSC_6945

DSC_6947

DSC_6937

DSC_6944

DSC_6917

DSC_6918

DSC_6920

DSC_6932

Bræðrapeysur

DSC_6451

Hér eru bræðurnir Davíð Freyr (10) og Dagur Freyr (9 mán) í næstum alveg eins peysum.

Ég var búin að setja inn myndir hérna af Degi litla í peysunni sinni en síðan hófst ég handa við peysuna hans Davíðs, enda langaði hann svo mikið til þess að hann og litli bróðir hans ættu eins lopapeysur 🙂

Davíðs peysa var tilbúin fyrir jól en ég náði aldrei að taka mynd af þeim saman í peysunum sínum. Loksins gafst tækifærið í dag. Peysurnar eru báðar unnar upp úr Ístex mynstri nr. 120. Peysan hans Dags litla er prjónuð úr einföldum plötulopa en Davíðs peysa er gerð úr tvöföldum plötulopa. Mér fannst líka hentugra að setja rennilás í peysuna hans Davíðs enda mæðir meira á henni

Flottir bræður og stollt móðir 🙂

DSC_6457

DSC_6462

Peysan Þula

DSC_6424

Hér er lopapeysa sem ég var að klára að prjóna á Örnu (5) mína. Hana var farið að vanta nýja peysu á leikskólann og ekki veitir af í þessum endalausa kulda og raka, brrr.

Mikið svakalega er ég ánægð með nýjasta Lopablaðið frá Ístex, nr. 33. Ég veit ekki hvort það er tilviljun en ég féll algerlega fyrir öllum uppskriftunum frá Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni. Þessi peysa, Þula, er ein af þeim. Mig langaði mikið að prjóna hana í gula litnum eins og Dagbjört sýnir hana í blaðinu en Arna bleika samþykkti það ekki og úr varð þessi litasamsetning. Það er samt ekkert meira af bleikum í þessari en kannski nýtur sá bleiki sín meira með hvítum 🙂

Ólíkt flestum lopapeysum (a.m.k. síðustu árin) er tölulistinn ekki heklaður heldur prjónaður. Mér finnst það koma svakalega vel út og gera hana enn gerðarlegri fyrir vikið. Svo var líka svo gaman að prjóna listann!

Stærðin er 6-7 ára, léttlopi á prjóna #3,5 og 4,5

DSC_6430

DSC_6428

DSC_6427

Lítil lopapeysa á Dag Frey

DSC_4653

Litla peysan er tilbúin og Dagur tekur sig aldeilis vel út í henni. Peysan er prjónuð fyrir ca 12 mánaða en ef við brettum upp ermar má vel byrja að nota  hana strax. Ég fór í Litlu prjónabúðina og fékk tölurnar þar. Þær koma ótrúlega vel út og gera peysuna svo þjóðlega eins og hún sagði eigandinn í búðinni – ótrúleg smekkkona þar á ferð! 🙂

DSC_4657

DSC_4677

Snið/mynstur: snið upp úr sjálfri mér en notaðist við þetta mynstur – sendið mér línu ef þið viljið vita hvaða umferðir ég tók út
Stærð: ca 12 mánaða
Garn: einfaldur plötulopi frá Ístex
Prjónar: 5,5 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_4655

DSC_4663

DSC_4671

DSC_4659

Lítil peysa

DSC_4649

Þegar Dagur var nýfæddur lá mér svo mikið á að prjóna á hann litla vagnpeysu úr einföldum plötulopa að ég áttaði mig ekki á því hvað hann myndi stækka fljótt. Peysan var strax of lítil og passar bara á dúkkur 🙂

Ég er núna búin að prjóna aðra en á eftir að ganga frá endum, þvo hana og setja tölur og hnappagatalista. Davíð Freyr (10) varð alveg sjúkur í að fá svona peysu líka svo það verður líklega næsta verkefni, stækka peysuna í hans stærð

Neonvettlingar

DSC_4595

Allt gengur út á neonliti hjá krökkunum núna. Ég er ekki mikill aðdáandi sjálf – kláraði neonið þegar ég var 10 ára með neongult gel í hárinu og í neongrifflum og skræpóttum neonbol – en sá um daginn á facebooksíðu Prjónafjörs skemmtilega vettlinga fyrir krakka (og fullorðna) úr nýja neon-lopanum. Svo ég smellti í vettlinga fyrir Andreu og Örnu og er feykiánægð með útkomuna.

Uppskriftin að þessum röndóttu er fullorðinsuppskriftin (M/L) en mér finnst hún heldur stór. Andreu finnst æði að vera í svona stórum vettlingum en ég myndi þrengja þá næst um 4 lykkjur (gera 8-10 ára vettlingana). Þessir marglitu eru handa Örnu og prjónaðir í stærð 4-6 ára.

Þær ættu a.m.k. að sjást vel í umferðinni 🙂

DSC_4628

DSC_4591

DSC_4609

DSC_4627

Mynstur: Prjónafjör
Garn: Neon Álafosslopi frá Ístex
Prjónar: 4,5 og 5,5mm