Af hverju get ég ekki bara saumað og prjónað og heklað allan liðlangan daginn?!!
Hví… ó hví??!!
Frumsýning
Loksins loksins… nýjasta fallega viðbótin við heimilið.
Þessi fallegi snáði fæddist 2. apríl, 52 cm og 3.320 gr
Hann hefur enn ekki fengið nafn, það er ekki einu sinni byrjað að ræða það… liggur svo sem ekki á, enda höfum við 6 mánuði 🙂
Öll fjölskyldan er svooo spennt og við njótum nú hverrar mínútu saman!
Bústaðarferð 2013
Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.
Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂
Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)
Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012
Og ég sem hélt að mig vantaði stungutvinna!
Nú stendur mikið til!! Saumaklúbburinn er að leggja af stað á eftir í sína árlegu sumarbústaðarferð. Þrjár nætur, heill föstudagur OG heill laugardagur… dásamlegt!!
Ég ætla að reyna að stinga dálítið af teppum – fyrri átta árum setti ég mér 2 fyrir 1 regluna… þ.e. klára tvö fyrir hvert eitt sem ég byrja á…. en ég held ég hafi misskilið og snúið þessu upp í 1 fyrir 2 :/
Ég hélt að mig vantaði stungutvinna… gott að ég leit aðeins yfir birgðirnar fyrst 🙂
Kem með myndir úr sveitasælunni,
góða helgi!
Berglind