Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154

 

Afmæliskjólar

Ég hef reynt að halda þeim sið að sauma afmæliskjóla á Andreu og Örnu á hverju ári. Þær eiga afmæli með 10 daga millibili og halda upp á það saman. Andrea (11) er orðin svo stór að hún vildi frekar pils í ár en Arna (5) sló ekki hönd á móti kjól og það með tjull-undirpilsi í þokkabót 🙂

Hér er útkoman!

Efni: Geekly Chick frá Riley Blake Designs (Lavender Glasses)
Tölur: Keyptar í Fjarðakaup
Snið kjóll: Börnetöj 4-7 år (Hanne Meedom og Sofie Meedom)
Snið pils: Ottobre kids fashion 01/2012

DSC_2472

DSC_2728

Arna (5) og Andrea (11)

DSC_2745

DSC_2751

DSC_2760

DSC_2736

DSC_2705

Hressar með Davíð, bróður sínum 🙂

Barnapeysa

DSC_2041

Ég vildi að ég gæti sagst hafa prjónað þessa peysu en það væri nú aldeilis óheiðarlegt af mér að gera það 🙂

Þessa dásamlegu ungbarnapeysu prjónaði Kristbjörg, mamma hennar Önnu, heimalingsins okkar… vinkonu Andreu. Hún gaf snáðanum okkar hana þegar hann fæddist og ég er búin að vera á leiðinni að skrifa um hana hér.

DSC_2046

Ofboðslega fallegt handverk og trétölurnar passa vel við. Því miður stækka ungarnir upp úr fötunum á korteri fyrstu vikurnar og ég náði ekki mynd af honum í henni… kannski ég reyni að troða honum í hana einu sinni enn til að ná mynd! 🙂

DSC_2051

Takk aftur fyrir okkur Kristbjörg!

Óvæntur pakki

Mikið óskaplega getur maður nú verið heppinn stundum!!

Í gær barst í pósti tilkynning um böggul á pósthúsinu. Þegar ég kom heim með hann og opnaði hann kom í ljós fullt af gjöfum frá Önnu sem ég skrifaði um í júní. Og það ekkert smá gjafir. Við krakkarnir urðum himinlifandi þegar við byrjuðum að tína upp úr umslaginu.

DSC_1975

DSC_1979

Ég fékk 12 æðisleg… sko æðisleg efni. Þau eru svo “djúsí” að mig langar að smakka á þeim!! Og Anna sendi mér líka Dresden stiku – mig hefur alltaf langað í Dresden stiku og skil eiginlega ekki af hverju ég á ekki nú þegar svoleiðis!! – og tvo pakka af nýju frábæru Clover klemmunum. Þessar klemmur sá ég á netinu fyrir stuttu og hugsaði með mér að ég yrði að eignast þær til að nota þegar ég sauma niður bindingar. Og nú á ég 20 stykki sem munu heldur betur koma sér vel þegar ég sauma loks niður bindinguna á rúmteppinu mínu {sem “bæðevei” var tilbúið í október og ég á bara eftir að sauma bindinguna á það (m.a.s. búin að búa til bindinguna fyrir löngu)}.

DSC_1968

Andrea fékk “skrapp” dót, washi teip og sætar bréfaklemmur sem hún notar sem bókamerki {hún er að lesa Twilight og er svo spennt að hún les á milli herbergja!}, Arna fékk Hello Kitty varasalva og límmiða og Davíð fékk LEGO minnisbók, blýanta og kubbastrokleður. Arna gengur nú um og bíður hverjum sem er að fá hjá sér varasalva og Davíð byrjaði strax að halda dagbók í gær 🙂

DSC_1999

DSC_2031

DSC_1960

DSC_2036

Í pakkanum var líka kort sem Anna hefur keypt af Chookyblue. Það er alveg magnað hvað internetið afmáir öll landamæri. Chookyblue og Quiltygal (Claire) frá Ástralíu hafa verið bloggvinkonur mínar síðan 2007 og þær eru líka vinkonur Önnu – skemmtileg tilviljun!

DSC_2000

Ótrúlega fallega gert af Önnu, ég á eftir að hugsa til hennar þegar ég fer að skera niður og sauma úr efnunum 🙂

Strákavesti

DSC_1578

Þegar ég var ólétt keypti ég gjörsamlega guðdómlega danska prjónabók í Litlu prjónabúðinni. Bókin heitir Babystrik på pinde 3 og er eftir Lene Holme Samsöe. Þessi bók er þvílíkt augnakonfekt, með barnauppskriftum fyrir 0-2 ára. Mig langar að prjóna allar uppskriftirnar frá bls. 1 til enda – veit nú samt ekki hvað litli kallinn minn segði yfir öllum stelpufötunum! 🙂

En einhvers staðar verður maður að byrja og rétt áður en snáðinn fæddist byrjaði ég á þessu litla vesti. Því miður var ég svo vitl… að prjóna það í stærðinni 0-3 mánaða sem þýðir að hann mun stækka upp úr því á korteri. Hann er svo sætur í því að ég ætla strax að prjóna annað í stærra númeri. Ég er líka búin með sætar strákabuxur – sýni þær hér í vikunni – prjónaði þær í stærðinni 12 mánaða og er langt komin með litla afapeysu, líka í stærðinni 12 mánaða.

DSC_1581

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Lillies top, bls. 21
Stærð: 0-3 mánaða
Garn: Semilla fino frá BC Garn, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,5 mm

Gjafir

DSC_1635

Í síðustu viku sagði ég frá skemmtilegri heimsókn sem ég fékk frá Önnu sem rekur bloggið Thimbleanna í Bandaríkjunum. Ég ætlað að sýna ykkur í leiðinni hvað hún færði mér en náði ekki að taka myndir áður en heimilisskyldan kallaði.

Anna hefur greinilega tekið vel eftir efnasmekk mínum því hún færði mér þokkapakka (charm pack) úr Vintage Modern línunni fyrir Moda fabrics eftir Bonnie & Camille, efnahönnuð sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og tvo þokkapakka úr æðislegri línu sem heitir Glamping og er eftir MaryJane, líka fyrir Moda fabrics. Guðdómleg efni sem mig langar að nota í pappírs-saums verkefnið mitt. Með þessu fylgdi fallegt nálabréf.

Áður en Anna kom til Íslands spurði hún mig hvort hún gæti komið með eitthvað sérstakt handa mér og bað ég hana að athuga með hörefni. Það var ekkert smá magn sem hún mætti með, nú get ég aldeilis hafist handa við hin ýmsu Zakkaverkefni… jesss!!! 🙂

DSC_1636

 

Biscotti

DSC_1555

Baka baka baka…. ég er með æði þessa dagana. Þessa helgi er strandblaksmót í Fagralundi (HK Kópavogi). Við Hjördís tókum ekki þátt því hún var upptekin en ég er stollt að segja frá því að Wunderblökurnar mínar Lotta og Telma urðu í 3. sæti í B-deild!! Og þær sáu um sjoppuna með sóma. Ég bakaði skúffuköku í gær til að selja í sjoppunni. Svo gerði ég eggjamöffins í morgunmat handa fólkinu mínu. Eiki fór svo niðrí Fagralund að dæma og tók skúffukökuna með.

DSC_1561

Á meðan hann var í burtu bakaði ég Biscotti. Ég hef lengi ætlað að prófa enda finnst mér þetta kruðerí algert lostæti með teinu mínu. Þetta eru tvíbökur (bakaðar tvisvar) sem verða glerharðar og á svo að dýfa þeim í heitt kaffi, te eða kakó til að mýkja þær upp. Algert lostæti!!

Það var svo fáránlega einfalt að gera þær að það er hægt með annarri hendi (næstum því). Og sjúklega gott. Uppskriftin er úr bók Nóa Síríus, Súkkulaðiást. Læt hana fylgja með hér:

DSC_1564

Biscotti með súkkulaði og möndlum

270 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
30 g Cadbury’s kakó
165 g sykur
100 g möndlur, gróft saxaðar
3 egg
2 1/2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 160°c. Sigtið hveitið, lyftiduft, kakó og sykur saman og bætið möndlunum út í. Blandið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið deigið saman.

Skiptið deiginu í tvennt. Hnoðið hvorn helming fyrir sig á borðfletinum með örlitlu hveiti. Mótið helmingana í sporöskjulaga hleifa og þrýstið létt ofan á þá til að fletja þá út. Setjið hleifana á bökunarplötu sem hefur verið klædd með smjörpappír og bakið í 35 mínútur.

Takið hleifana úr ofninum og leyfið þeim að kólna. Skerið þá síðan í um það bil 1/2 cm þykkar sneiðar, raðið þeim á bökunarblötu og bakið aftur í 25 mínútur eða þar til tvíbökurnar eru orðnar stökkar.

DSC_1567

 

Mikið að gera

Ég elska Barnalán, teiknimyndasöguna í Fréttablaðinu. Fyrir árið 2002 hefði ég ekki skilið húmorinn en núna sé ég mig í a.m.k. annarri hverri skrítlu. Og mikið var ég sammála í síðustu viku þegar skrítlan sagði “Dagarnir eru langir en árin eru stutt”. Það er ekki lítið að gera á stóru heimili og tíminn flýgur áfram. Ég er komin með fullt af hlutum til að blogga um en áður en ég veit af á hverjum degi er klukkan orðin 23.30, litli mann loksins sofnaður og ég sit í sófanum að reyna að ákveða hvort ég eigi að drífa mig í rúmið (skynsemin) eða horfa á einn þátt í sjónvarpinu (og sofna yfirleitt út frá honum)!!

En núna er sunnudagur og fjölskyldan er úti í garði að gera hann fínan og ég ætla að “stelast” til að blogga. Mig langar nefnilega að segja frá skemmtilegu atviki sem gerðist í lok maí. Ég fékk tölvupóst í byrjun apríl frá amerískri konu sem ég hef fylgst með í bloggheimum. Hún heitir Anna og skrifar á bloggsíðunni Thimbleanna. Hún sagðist vera á leið til Íslands í lok maí með fjölskyldu sinni og bað mig að benda sér á áhugaverðar verslanir, aðallega með garn. Hún var líka spennt fyrir Tilda efnum en þau fást víst ekki á mörgum stöðum í USA. Mér fannst tilvalið að ég myndi bara rúnta um með hana í þessar búðir því það er svo gaman að kynnast öðrum sauma/prjónakonum. Ég bauð henni það og hún var fljót að segja já.

Við ætluðum að hittast í byrjun ferðarinnar hennar en því miður lentu þau í flugtöf og misstu eiginlega tvo daga úr ferðinni sinni. Við ákváðum því að hittast síðasta daginn þeirra. Ég bauð henni að koma fyrst heim til mín sem hún og gerði. Arna og litli snáðinn voru heima (stóru krakkarnir voru í skólanum) og því lögðum við fjögur af stað. Fyrst fórum við í A4 því þeir eru með Tildaefnin þar. Síðan fór ég með hana í eina af mínum uppáhalds prjónabúðum, Litlu prjónabúðina. Mér datt í hug að þar myndi hún finna eitthvað sem hún kæmist ekki í heima hjá sér því Litla prjónabúðin er svo “skandinavísk”. Það passaði, hún varð alveg heilluð og fékk líka svo frábæra þjónustu.

Þegar við vorum búnar í Litlu prjónabúðinni var klukkan orðin 11.50 svo það passaði að skutla henni niðrí bæ á hótelið sem þaú gistu á. Það passaði vel því fjölskylda hennar var akkúrat að ferja bílinn til að fara í Bláa lónið.

Þetta var stuttur tími en alveg ótrúlega skemmtilegur, magnað hvað netið hefur minnkað heiminn. Því miður var ég svo vitlaus að taka ekki mynd af Önnu en ég mæli svo sannanlega með heimsókn á bloggið hennar… og ekki gleyma að skilja eftir “comment”.

Niðurtalningar-kartafla

DSC_1397

Fjúff! Það er sko nóg að gera á stóru heimili þessa dagana… próflestur hjá börnunum, sveitaferð á leikskólanum, hjólaferðir í skólanum, fullt af bekkjarafmælum, kveðja kennara, tannlæknaheimsóknir (Andrea með tannrótarbólgu eftir að framtönn brotnaði), vökunætur með litla guttanum… já og ég er ein með þetta allt saman! Eiginmaðurinn farinn í 10 daga til Luxemborgar að keppa í strandblaki á smáþjóðaleikunum

Það er því, eins og gefur að skilja, ekki mikill tími afgangs til að blogga, hvað þá að sinna einhverju til að blogga um!

En eitt sniðugt kom út úr Luxemborgarferðinni, Andrea og Arna gerðu niðurtalningarkartöflu – já, niðurtalningarkartöflu. Þetta gerði mamma handa mér og bróður mínum þegar við vorum lítil og vorum að bíða eftir einhverju spennandi, pabba að koma heim af sjónum með vini sínum, jólunum, afmæli, ferðalagi… börn hafa ekki tímaskin til að skilja “10 daga” en svona sjónrænt svínvirkar!! S.s. pabbi kemur heim eftir 10 daga og svo er að taka einn fána úr á hverjum degi.

Fánarnir eru gerðir úr tannstönglum og svokölluðum washi-tapes, sem eru dásamleg mynstruð límbönd gerð úr hrísgrjónapappír, fást t.d. í A4, Smáratorgi

Campus peysa

DSC_0994

Þessa peysu ætlaði ég að prjóna upp á fæðingardeild (já ég veit… fjórða barn og maður heldur ennþá að maður hafi tíma til að prjóna upp á fæðingardeild!!!) en hún var svo fljótprjónuð að ég kláraði hana áður en við fórum uppeftir.

Ég var rétt í þessu að skella tölunum á hana. Nú er bara að “kjöta” litla kallinn upp svo hann fari að passa í hana 🙂

DSC_0962

DSC_0973

DSC_0988

DSC_0984

Peysan er prjónuð úr afgöngum af heklaða teppinu hans. Ég elska, dái og dýrka þettta garn!!

Bók: Cuddly Knits for Wee Ones
Uppskrift: Little man on campus, bls. 48
Stærð: 3 mánaða
Garn: Debbie Bliss Rialto DK
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm

p.s. ef þið prjónið peysuna úr bókinni, þá eru nokkrar leiðréttingar hér. Ég skrifaði til forlagsins eftir miklar vangaveltur varðandi eitt atriði og höfundurinn, Lori, sendi mér leiðréttingarnar sjálf persónulega sem mér fannst mjög töff 🙂

DSC_1001

DSC_0997

DSC_0999